4 Íslandsmeistaratitlar til UMSS

 

Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum, fyrir 15-22 ára, fór fram í Laugardalshöllinni í Reykjavík helgina 2.-3. febrúar.  Keppendur á mótinu voru 232 frá 15 félögum og samböndum. Flestir keppendur komu komu frá ÍR eða 58, frá FH komu 35, Breiðabliki 29, og UMSS og HSK sendu 22 hvort samband.

Unga frjálsíþróttafólkið okkar úr Skagafirði gerði góða ferð suður á mótið.  Fjórir Íslandsmeistaratitlar unnust og auk þess sjö silfur- og sjö bronsverðlaun.  Í stigakeppni mótsins stóð liðið sig einnig mjög vel. 

Sigurvegarar í heildarstigakeppninni urðu ÍR-ingar með 390 stig, í 2 sæti varð Breiðablik með 267 stig, 3. sæti FH með 188 stig, 4. sæti UMSS með 127,5 stig, 5. sæti UFA með 124 stig og 6. sæti HSK með 80 stig, af 15 liðum.

Í flokki 15 ára stúlkna sigraði lið UMSS í stigakeppnni, 18-19 ára piltarnir urðu í 2.-3. sæti og 16-17 ára stúlkurnar urðu í 3. sæti í sínum flokkum.

 

Verðlaunahafar UMSS:

 

Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir (16-17):  Íslandsmeistari í hástökki, (héraðsmet 16-22 ára).

Fríða Ísabel Friðriksdóttir (15):  Íslandsmeistari í þrístökki, 2. sæti í 60m, 200m og 60m grindahlaupi, (héraðsmet 15 ára). 3. sæti í langstökki.

Ísak Óli Traustason (18-19):  Íslandsmeistari í hástökki og 3. sæti í langstökki.

Stúlknasveit UMSS (15):  Íslandsmeistari í 4x200m boðhlaupi.  Í sveitinni voru: Amalía S. Stefánsdóttir, Hrafnhildur Gunnarsdóttir, Gunnhildur Dís Gunnarsdóttir og Fríða Ísabel Friðriksdóttir.

Jóhann Björn Sigurbjörnsson (18-19):  2. sæti í 60m og 200m hlaupum, (héraðsmet 18-22 ára í báðum hlaupum).

Gunnhildur Dís Gunnarsdóttir (15):  2. sæti í langstökki.

Guðjón Ingimundarson (20-22):  2. sæti í 60m grindahlaupi.

Daníel Þórarinsson (18-19):  3. sæti í 60m og stangarstökki.  3. sæti í 400m (20-22).

Ragna Vigdís Vésteinsdóttir (16-17):  3 sæti í hástökki.

Piltasveit UMSS (15):  3. sæti í 4x200m boðhlaupi. Í sveitinni voru Haukur Ingvi Marinósson, Ragnar Yngvi Marinósson, Sigfinnur Andri Marinósson og Pálmi Þórsson. 

 

Til hamingju með frábæran árangur ! 

 

Öll úrslit má sjá HÉR !