Yngvi Magnús Borgþórsson tekur við meistaraflokki karla

Yngvi Magnús (t.v.) handsalar samning sinn. Þórhallur Rúnar Rúnarsson, formaður knattspyrnudeildar s…
Yngvi Magnús (t.v.) handsalar samning sinn. Þórhallur Rúnar Rúnarsson, formaður knattspyrnudeildar skrifaði undir samninginn fyrir hönd Tindastóls.

Yngvi þjálfaði Skallagrím sl. sumar og kom liðinu upp úr 4.deildinni með glæsibrag á sínu fyrsta tímabili sem þjálfari liðsins. Áður hafði Yngvi þjálfað lið Einherja með fínum árangri í 3.deild. Hann hefur því þegar fína reynslu af þjálfun í neðri deildum á Íslandi.

Sem leikmaður spilaði Yngvi lengst af með ÍBV og á meðal annars vel á sjöunda tug leikja í efstu deild. En þess má reyndar geta að í heildina á hann um 260 leiki í meistaraflokki, nokkra tugi leikja í öllum deildum Íslandsmótsins. Óhætt er því að segja að Yngvi þekki íslenskan fótbolta frá öllum hliðum.

Yngvi mun flytjast búferlum á Sauðárkrók í byrjun janúar og hefja þá formlega störf hjá Tindastól. Það er stjórn Tindastóls mikið ánæguefni að gengið hafi verið frá ráðningunni og bindur hún miklar vonir við störf Yngva hjá félaginu. Við bjóðum Yngva innilega velkominn í Tindastól!!!