Nýr framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Tindastóls

Hrannar Leifsson nýráðinn framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Tindastóls. Mynd: Af Facebooksíðu knat…
Hrannar Leifsson nýráðinn framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Tindastóls. Mynd: Af Facebooksíðu knattspyrnud. Tindastóls.

Hrannar Leifsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Tindastóls og yfirþjálfari yngri flokka félagsins. Hrannar er með B.S. gráðu í iþrótta- og heilsufræði auk UEFA B gráðu og KSÍ 5 þjálfaragráðu. Hann mun þjálfa yngstu flokka félagsins og tekur til starfa 1. nóvember.

Skrifað var undir samninginn og frá þessu greint á Facebooksíðu félagsins sl. laugardag.

„Þetta er gríðarlega stórt skref í áframhaldandi uppbyggingu yngri flokka ásamt bættri aðstöðu til knattspyrnuiðkunar með nýjum gervigrasvelli sem er væntanlegur innan tíðar. Við bjóðum Hrannar innilega velkominn í Skagafjörðinn,“ segir á fésbókarfærslu Tindastóls.