Fyrsta skóflustungan tekin á nýjum gervigrasvelli Sauðárkróks

Fjölmargir mættu með skóflu og hjálpuðu til við fyrstu skóflustungu. Mynd: Bjarni Smári Gíslason
Fjölmargir mættu með skóflu og hjálpuðu til við fyrstu skóflustungu. Mynd: Bjarni Smári Gíslason

Fyrr í vikunni var tekin fyrsta skóflustunga að nýjum gervigrasvelli okkar Sauðkrækinga. Iðkendur úr öllum flokkum knattspyrnudeildar mættu með skóflur og tóku skóflustungur í sameiningu við hátíðlega athöfn í blíðskapar veðri.
Áætlað er að völlurinn verði klár nk. vor en að sjálfsögðu fer það mikið eftir veðri og vindum hvernig verkið gegnur. Frábær gangur hefur hins vegar verið í því fyrstu vikuna enda veðrið með besta móti.
Látum okkur hlakka til, þetta verður gjörbylting á aðstöðu til knattspyrnuiðkunar í Skagafirði!