Sigur í gær

Tindastólsstrákarnir spiluðu flottan leik í gær. Unnu Hauka 2-1 með fallegu skallamarki frá Steven Beattie og einu flottasta marki sem sést hefur lengi á Sauðárkróksvelli þegar Elvar Páll (bróðir Arnars Sig) skaut að marki á að giska á svona 25-30 metra færi og endaði boltinn í slánni og fór þaðan inn fyrir marklínuna.   

Guðbrandur Guðbrandsson stóð hliðina á undirrituðum í leiknum og viðurkenndi hann að þetta væri eitt glæsilegasta mark sem hann hefði séð á vellinum. 

Flottur leikur í alla staði hjá strákunum. Börðust vel og náðu mjög góðu spili í fyrri hálfleik. Sebastian Furness sá síðan til þess að Haukar skoruðu ekki meira en eitt mark í þessum leik. 

Okkar strákar áttu líka færi á að bæta við fleiri mörkum en niðurstaðan 2-1 sigur. 

Skemmtileg og góð stemmning myndaðist á vellinum og höfum við ekki trú á öðru en þeir sem voru óhrædd við rigninguna og skelltu sér á völlinn í gær hafi fengið góðar minningar í sarpinn. 

Vonandi sjáum við enn fleiri á næsta heimaleik sem verður gegn Leikni, en hann verður auglýstur síðar. 

Samantekt úr leiknum má sjá hér