ÍR engin fyrirstaða

Tindastólsstúlkur mættur ÍR á Hertz vellinum við kjöraðstæður miðvikudaginn 3. júlí. Má segja að leikurinn hafi byrjað fjörlega því strax á 3. mínútu vann vörn Tindastóls boltann og sendi á Leslie sem kom boltanum á Carolyn sem labbaði í gengum vörn ÍR og skoraði af öryggi.  Á 12 mínútum síðar unnu stólarnir boltann á miðjunni og Guðný átti góða stungusendingu á Leslie sem renndi boltanum framhjá markmanninum og í netið. Staðan orðin 2-0 fyrir Tindastól eftir 15 mínútur.  Skömmu eftir annað markið slapp Rakel Hinriks í gegnum vörn ÍR en lét markmanninn verja frá sér. ÍR áttu sín færi og komust framherjar þeirra tvisvar í gegnum vörn Tindastóls í fyrri hálfleik en Bryndís var vandanum vaxin í markinu og bjargaði með glæsilegum úthlaupum. Á 35 mínútu fékk Tindastóll aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi ÍR og lenti boltinn hjá Hugrúnu sem sendi á Leslíe sem átti skot að marki og boltinn lak í gegnum hendur markmanns ÍR og fór Tindastóll inní hálfleikinn með 3-0 forystu. Fyrri hálfleikurinnn var aðeins jafnari en tölurnar segja en í síðari hálfleik var bara eitt lið á vellinum og það var Tindastóll. Á 54. mínútu hreinsar Sunna fram og Leslie fylgdi vel á eftir og smeigði sér á milli varnar og markmanns og vippaði boltanum yfir markmanninn sem var í úthlaupi og lagði boltann síðan snyrtilega í netið, frábær boltatækni sem Leslie sýndi í þessu marki. Skömmu áður átti Leslíe þrumuskot í stöng.  Á 64 mínútu vann Carolyn boltann á miðjum vallarhelmingi ÍR og  lék á fjóra ÍR-inga áður en hún þrumaði boltanum í netið. Tveimur mínutum síðar vann Rakel Svala markspyrnu sendi á Guðnýju sem stakk boltanum á Leslie sem lék á markmanninn og skoraði 6. mark Tindastóls og 4. markið sitt. Í síðari hálfleik léku Tindastólsstúlkur við hvern sinn fingur og áttu ÍR-ingar engin svör við leik þeirra og lönduðu öruggum sigri, sex mörk gegn engu. Í síðari hálfleik gerðist skodið atvik þar sem Tindastóll spilaði manni færri í 3 mínútur og enginn línuvörður var á vallarhelmingi Tindastóls þar sem línuvörðurinn réði ekki við skiptingahraða Gauja og lenti í vandræðum við að koma bókhaldninu saman, en áttaði sig að lokum að Tindstóll væri manni færri og leyfði Brynhildi að fara inná. En það sem kom mest á óvart í þessu var að dómaratríóið skyldi ekki stoppa leikinn á meðan skiptingarnar kæmust á hreint.  Byrjunarlið Tindastóls, Bryndís Rut (Kristín 83), Sunna, Svava, Fríða, Snæja (Brynhildur 80), Rakel Svala, Rakel Hinriks.(Bryndís Rún), Carolyn, Hugrún (Laufey 63) Guðný og Leslie (Hildur 80).