Mark í uppbótartíma tryggði stig

Tindastóll skoraði aftur jöfnunarmark í uppbótartíma og tryggði sér dýrmætt stig í neðrihluta deildarinnar. Fjölnir búnir að vera á mikilli siglingu undanfarið og voru 2-0 undir þegar þrjár mínutur voru eftir. Chris Tsonis minkaði munin og Steven Beattie jafnaði metin úr vítaspyrnu þegar fimm mínutur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma.

Næsti leikur er heimaleikur gegn KF á laugardaginn og hefst hann kl:14:00. Griðarlega mikilvægur leikur og vonandi sem flestir sjái sér fært að mæta og styðja strákana.