M.fl. karla og kvenna

M.fl. kvenna leikur tvo leiki á næstu dögum í 1.deildinni.  Á föstudaginn fer liðið til Akureyrar þar sem það mætir liði Einherja frá Vopnafirði.  Leikurinn hefst kl. 20:00 í Boganum.  Á sunnudaginn mæta stelpurnar síðan á Egilsstaði þar sem þær mæta Hetti en sá leikur er settur á kl. 12:00 en tímasetningin gæti þó mögulega breyst.    Bæði Tindastóll og Einherji er með 0 stig og því verður allt undir á föstudaginn.

 

M.fl. karla fer til Reykjavíkur á laugardaginn en kl. 14:00 hefst leikur KV - Tindastóls í 2.deild.  Þessi leikur verður leikinn í Frostaskjólinu hjá KR.  Tindastóll og KV eru bæði án stiga og því mikilvægt að landa sigri á laugardaginn.