Fínn sigur á Völsungi

Tindastóll sigraði Völsung 3-2 á laugardaginn. Jordan Branco skoraði strax á 3.mín eftir gott upphlaup. Annað markið kom á 30.mín þegar Völsungar skoruðu sjálfsmark. Á 36.mín skoraði Chris Tsonis og kom okkar mönnum í 3-0. 

Strax í upphafi seinnihálfeiks skoruðu Völsungsmenn og við það kom pínu skjálfti í okkar menn en þeir héldu samt áfram að berjast. Kári Eiríksson fauk af velli þegar korter var eftir og á 90.mín fengu Völsungar víti og rak dómari leiksins Bödda af velli. Mjög harður dómur að reka hann af leikvelli, en vítaspyrna væntanlega réttur dómur engu að síður. 

Völsungur skoraði úr spyrnunni og mikil spenna var á lokamínutunum. Heimamenn misstu síðan leikmann af velli undir lokinn, en okkar menn lönduðu gríðarlega dýrmætum 3.stigum. 

Næsti leikur er mikilvægur leikur gegn Þrótti hér heima. Hvetjum alla til að mæta og styðja strákana. 

Hérna er hægt að sjá svipmyndir úr leiknum.