Bryndís Rut orðin ein af þremur markvörðum u 19 kvenna

Bryndís hóf feril sinn hjá félaginu fyrir tveimur árum síðan og þá á sexstánda ári með 3. flokki kvenna. Hún þótti mjög huguð og kjarkmikil og var því beðin um að vera í marki og ekki stóð á jákvæðu svari. Bryndís stóð sig frábærlega þetta sumar og síðan var ekki aftur snúið. Núna tveimur árum seinna hefur hún spilað í marki í þrjú sumur og staðið sig frábærlega. Það gerðist svo á þriðjudaginn að landsliðsþjálfari u 19 ara kvenna hringdi og sagðist vera búin að fylgjast með Bryndísi í allt sumar og að hún væri komin í lokaúrtakshóp fyrir evrópumót u 19 kvenna sem fram fer í Búlgariu í september. Þar ættu meðal annara leikmanna þrír markverðir sæti og Bryndís er ein af þeim. Í mótið fara bara tveir markmenn þannig að nú er það í Bryndísar höndum um næstu helgi að heilla Ólaf Pétursson marmannsþjálfar u 19 kvenna. Það ætti ekki að reynast henni erfitt því stelpan er stórkostlegur karakter og á auðvelt með að heilla fólk upp úr skónum. Ólafur Péturson á líka ættir sínar að rekja í Ríp Hegranesi þannig að þetta hlýtur að vera skothellt :-) En að öllu gamni slepptu þá er þetta mjög góður árangur hjá Bryndísi og við óskum henni góðs gengis um helgina.