Rúnar Már í heimsókn

 Næsta fimmtudag, 29.desember klukkan 14:00, kemur Rúnar Már Sigurjónsson landsliðsmaður til okkar í Hús frítímans og ætlar að spjalla við knattspyrnuiðkendur Tindastóls um heima og geima. Við viljum hvetja alla til að mæta og heilsa upp á kappann. Þetta er frábært tækifæri til að fá að hlýða á atvinnumann frá Sauðárkróki ræða um ferilinn, landsliðið og hvað þarf til að ná árangri sem fótboltamaður. Ef við erum heppin getur verið að hann fáist til að gefa eiginhandaráritanir og fleira.