Sunddeild Tindastóls tekur þátt í MOVE WEEK / Hreyfivikan 29.maí -1.júní

Iðkendur og þjálfarar Sunddeildar UMF Tindastóls bjóða krökkum að koma og prufa og hafa gaman með þeim í lauginni, í Hreyfiviku UMFÍ. Þetta er síðasta æfingarvika vetrarins, og margt skemmtilegt verður um að vera. Opnar æfingar frá kl. 16:30-18:00, dagana 29.maí, 31. maí og 1. júní. 1.júní - fimmtudagur kl. 17.15 verður í boði sápukúlur í heitapottinum, tónlist. Þeman er bikiní og náttföt. Förum í leiki og fleira gert. Mæta með góða skapið.
Lesa meira

Þann 24. Febrúar, verður opnuð ný skráningar- og greiðslusíða NÓRI

Kæru foreldrar, forráðamenn og íþróttaiðkendur, Þann 24. Febrúar, verður opnuð ný skráningar- og greiðslusíða NÓRI, á vegum Ungmennasamband Skagafjarðar (UMSS) og Sveitarfélags Skagafjarðar. Til að byrja með verður hægt að skrá iðkendur sem eru á æfingum/námskeiðum hjá UMF Tindastól í frjálsum, júdó, knattspyrnu, körfubolta og í sundi, einnig geta þeir sem eru á æfingum/námskeiðum hjá Ungmenna- og Íþróttafélaginu Smára í Varmahlíð skráð sínar iðkendur. Skráning fer fram hér : https://umss.felog.is/ Leiðbeiningar um skráningar má finna: https://greidslumidlun.is/media/1142/leidbeiningar-forradamanna.pdf Nánari upplýsingar veitir Thelma Knútsdóttir framkvæmdastjóri UMSS á netfanginu umss@umss.is eða í síma 453 5460
Lesa meira

Dagskrá hjá sunddeild vor 2017

Viðburðardagadal 2017- Dagskrá Ávaxtadagur í byrjun hvers mánaðar, sunddeild bíður iðkendum. 28.janúar- laugardagsæfing kl.11:30 með Árnýju. 5-9.bekk 4. Febrúar- laugardagsæfing kl. 11:30 með Þorgerði. fyrir þau sem fara á Gullmót KR- Sundmót í Reykjavík helgina 10-12.febrúar. 3.febrúar fyrirlestur um næringu íþróttafólks í Húsifrítímans. Fyrirlesturinn verða tveir og eru aldurskiptir. 5-8.bekkur kl 18.30-19.30 / 9.bekkur og eldri kl. 19:45-20:45 Sleðaferð í grænuklauf ( auglýst síðar) vantar snjó !! Páskabingó í apríl- fjáröflun fyrir 11.ára og yngri Æfingaferð og skemmtiferð í maí ( auglýst síðar) Utanlandsferð fyrir 12.ára og eldri Ath. getur tekið breytingum, en látum vita með fyrirvara
Lesa meira

Viðburðardagadal 2017 -Sundmót

Viðburðardagadal 2017 - Sundmót sprettmót í Febrúar ( allir taka þátt) auglýst síðar. 10-12. Feb. Gullmót í KR Reykjavík ( 10.ára og eldri ) sprettmót í mars ( allir taki þátt) 17-19.mars Aktavis-sundmót í Hafnarfirði ( 13.ára og eldri) sprettmót í apríl ( allir taka þátt) 30.apríl Kiwanismót á Sauðárkróki ( allir taka þátt) þáttakendur frá Blönduósi og Hvammstanga hafa keppnisrétt. sprettmót í maí- foreldrar taki þátt með iðkendum 17.júní Drangeyjar sundmót á Sauðárkróki,( allir taki þátt). sumarfrí með nokkrum æfingum ef verður farið á ungl.mótið. 1.-4.ágúst Unglingalandsmót-Egilsstaðir. Gaman væri að fara með hóp af 11.ára og eldri. ath. getur tekið breytingum en látum vita með fyrirvara
Lesa meira

Viltu æfa sund í vetur, komdu á æfingu !

Lesa meira

Náttfatasund 15.desember 2016

Hó..hó.. Við ætlum að breyta aðeins útaf vananum og hafa náttfatasund í dag 15.desember. Bjóðum uppá heitt jólate og piparkökur eftir æfingu. Þetta er síðasta æfing fyrir jól og byrjum svo aftur á nýju ári 5.janúar sem er fimmtudagur. Hlökkum til að sjá ykkur. Jólakveðja frá Þjálf! Þorgerði og Árnýu.
Lesa meira

Jólaþema 18.des fimmtudag í sundlaug.

Þeman er rauð og hvít. Má taka með sér vin/vinkonu á sundæfingu. Væri gaman að allir kæmu með jólasveinahúfu eða rauða/hvíta sokka þá hreina eitthvað sem minnir á jólin. Jólarokk- og fl. skemmtilegt..hó..hó
Lesa meira

Unglingalandsmót UMFÍ á Sauðárkróki 1-4. ágúst 2014

Unglingalandsmót UMFÍ er vímulaus íþrótta- og fjölskylduhátíð sem verður haldin um verslunarmannahelgina 1-4. ágúst á Sauðárkróki. Mótið er ætlað ungmennum á aldrinum 11-18 ára. Þeir sem hafa áhuga á að keppa í sundgreinum skráning er til 27.júlí á www.umfi.is Óskum einnig eftir sjálfboðaliðum til að starfa með okkur að hafa samband í sama síma 8591812 Þorgerði Formann
Lesa meira

Héraðsmót UMSS 17.júní 2014

Áskorun til einstaklinga, fyrirtækja í Skagafirði og deilda innan Tindastóls um að taka þátt í boðsundi og einstaklingsgreinum á Héraðsmóti UMSS 17. júní 2014, í Sauðárkrókslaug. Mótið hefst kl. 10.30 en upphitun hefst kl.10:00. Það eru fjórir keppendur í hverri boðsundssveit, það mega vera blönduð lið (kk og kvk) og þarf hver keppandi að synda 50m frjálst sund. - Síðasti skráningardagur er til miðnættis 15. júní: sund@tindastoll.is....ofl. Kveðja! Stjórn sunddeildar Tindastóls
Lesa meira

Upplýsingar um greinar á Héraðsmót UMSS 17.júní

Héraðsmót UMSS 17.júní 2014 Keppt verður í eftirfarandi greinum bæði í kvenna- og karlaflokki, : opnir flokkar. 200 m fjórsund 100 m baksund 100 m flugsund 100 m bringusund 100 m skriðsund 500 m skriðsund Kerlingin og Grettisbikarinn. 4x 50 boðsund blönduð lið. Fyrsta keppnin var háð árið 1940 og er þetta því sjötugasta og fjórða aldursár keppninnar.
Lesa meira