Forsala vetrarkortanna hafin

Avis skíðasvæðið í Tindastól
Avis skíðasvæðið í Tindastól

Skíðadeildin hefur sett í sölu vetrarkortin fyrir komandi vertíð og verða þau á 20% afslætti til 20 des.

Það er um að gera að notfæra sér þetta frábæra tilboð, meðfylgjandi er einnig norðurlandskortið sem gildir fyrir tvö skipti á skíðasvæðin í Hlíðarfjalli, Dalvík og Siglufirði.

Það er upplagt að gefa vetrarkort á skíði í jólagjöf og stuðla þannig að útiveru með fjölskyldunni á okkar frábæra skíðasvæði.

Vetrarkort fyrir fullorðin 30000

Vetrarkort fyrir börn 7 til 17 ára 15000

Vetrarkort á gönguskíði 15000

Hægt er að senda okkur tölvupóst eða skilaboð á facebok.

 

 


Athugasemdir