Tilkynning vegna samkomubanns.

Muna að þvo sér reglulega um hendurnar, og ekki snerta augu, nef eða munn að óþörfu.
Muna að þvo sér reglulega um hendurnar, og ekki snerta augu, nef eða munn að óþörfu.

Vegna tilmæla landlæknis um samkomubann hefur skíðadeild Tindastóls ákveðið að breyta þjónustu sinni á AVIS skíðasvæðinu í Tindastól.

Miðasala og leiga á búnaði verður í boði á svæðinu, en takmarkað aðgengi í afgreiðslu á leigu og miðasölu, sem miðast við 2 gesti í einu inn í rýminu, og aðgengi að spritti verður aukið.

Salernisaðstaða verður opin í veitingaskálanum og biðjum við gesti okkar að gæta vel að handþvotti.

Veitingasölu verður hætt frá og með 16.mars.

Skíðaæfingar fara fram með óbreyttu sniði. En viljum við biðja iðkendur að koma vel nærð og tilbúin á æfingu til að takmarka notkun innandyra á svæðinu.

Sýnum hvort öðru virðingu og skilning. Hver og einn ber ábyrgð á sjálfum sér.

 

Bestu kv.

Starfsfólk AVIS skíðasvæðisins í Tindastól.


Athugasemdir