Hester áfram og nýr aðstoðarþjálfari

Mynd: Hjalti Árna.
Mynd: Hjalti Árna.

Nú er búið að ganga frá samningi við Hester um að hann spili áfram með Tindastóli. Tók það nokkurn tíma þar sem Hester var eftirsóknarverður meðal annarra liða en nú er samningur í höfn.

Þá hefur Tindastóll gert samning við Fernando Bethencourt um stöðu aðstoðarþjálfara meistaraflokks karla. Fernando er lærður í íþróttafræðum og einnig framhaldsskólakennari og mun hann kenna spænsku í FNV næsta vetur.

Vænta má að áhöfn Tindastóls sé nú fullskipuð fyrir næsta vetur en liðið verður eins og síðasta tímabili nema að Pálmi Geir hefur samið við Þór á Akureyri og við liðið bætast Sigtryggur Arnar og Axel Kárason.