Úrslit síðustu leikja í körfunni

Unglingaflokkur og 10.flokkur stúlkna duttu naumlega út í 4-liða úrslitum íslandsmótsins í gær í leikjum sem hefðu getað farið á hvorn veginn sem var og 11.flokkur drengja féll út úr 8-liða úrslitum á laugardaginn.

Unglingaflokkur fór í gær í Stykkishólm og spilaði við sameiginlegt lið Snæfells og Skallagríms (Snægrím) í undanúrslitum íslandsmótsins. Tindastóll leiddi lengst af í leiknum og var staðan eftir 1.leikhluta var 21-26 fyrir Tindastól og 37-48 í hálfleik. Í síðari hálfleik sóttu heimamenn í sig veðrið og minnkuðu muninn í 68-72 í lok 3.leikhluta og unnu að lokum sigur 100-92. 
Ingvi Rafn Ingvason skoraði helming af stigum Tindastóls eða 46. Næstir honum í stigaskori voru Pétur Rúnar með 16 stig og Sigurður Páll með 14.

10. flokkur kvenna fór til Hafnarfjarðar í gær og spilaði þar við bikarmeistara Hauka í sínum flokki, sömuleiðis í undanúrslitum íslandsmótsins. Tindastólsstelpur leiddu eftir 1.leikhluta 9-11 en Haukarnir tóku 2.leikhluta og leiddu í hálfleik 19-14. Í 3. leikhluta bættu Tindastólsstelpur hins vegar í aftur og jöfnuðu leikinn 26-26. Lengst af 4. leikhluta höfðu þær forystu og leiddu 30-35 þegar þrjár og hálf mínúta lifðu af leiknum. Næstu mínútur féll ekkert með okkar stelpum og Haukarnir náðu að jafna leikinn 35-35 og síðan að skora sigurkörfuna 37-35. 

Þá féllu strákarnir í 11.flokki út í 8-liða úrslitum á móti Breiðablik á laugardaginn með 104-79.