Úrslit helgarinnar


Nú hafa allir skilað sér heim úr leikjum helgarinnar og liggja því öll úrslit fyrir. 
7. flokkur stúlkna stóð sig vel á sinni fyrstu törneringu, unnu Snæfell 30-27 en töpuðu 46-4 fyrir Njarðvík seinna um daginn. Haukar drógu sig úr keppni og voru því aðeins þessi þrjú lið mætt til leiks.
Hafdís og Dagmar skelltu sér á Hvammstanga og kepptu með 10.flokki hjá Kormáki. Þær töpuðu fyrir Snæfell en unnu Hamar. 
Drengjaflokkur sigraði svo Keflavík á laugardeginum heima. Strákarnir fóru hreint á kostum og voru fimm leikmenn af sjö með yfir tíu stig í leiknum. Hannes var stigahæstur og setti hvorki meira né minna en 32 stig, m.a. í sex þriggja stiga skotum og tveimur troðslum. Lokatölur leiksins voru 85-65.
Unglingaflokkur tók svo á móti ÍR/Fjölni á sunnudeginum heima. Þeir báru 10 stiga sigur úr bítum, 80-70 í ágætum leik. Pétur Rúnar var stigahæstur með 21 stig, þá setti Ingvi 15, Viðar 13, Finnbogi 12, Sigurður Páll 10, Friðrik Þór 9, Jónas Rafn 5 og Hannes 2. 
Meistaraflokkur kvenna spilaði síðasta leik helgarinnar á útivelli gegn FSU/Hrunamönnum. Stelpurnar okkar voru með forskot alveg frá byrjun leiks og lokatölur voru 48-68. Þær fengu allar mínútur og lögð sitt í leikinn. Stigahæst var Bríet með 24 stig og 14 fráköst, Tashawna var með 18 stig og 10 fráköst, Linda Þórdís 8 stig og sjö fráköst, Særós 6, Þóranna 4 stig og 8 fráköst, Valdís og Kristín með 3 stig og Erna 2.
Næsti leikur Tindastóls er á fimmtudaginn en þá heldur meistaraflokkur karla suður á bóginn og mætir KR í Vesturbænum.
Áfram TIndastóll!