Unglingaflokkur tapaði naumlega fyrir Keflavík

Það var boðið uppá spennandi leik í síkinu í kvöld þegar unglingaflokkar Tindastóls og Keflavíkur mættust í endurteknum bikarslag. Var jafnræði með liðunum nánast allan leikinn og var mikil stemming í Síkinu og fjölmargir gerðu sér ferð á leikinn til að sýna strákunum stuðning. En eins og segir hér að ofan þá höfðu Suðurnesjamenn þetta undir blálokin og gat þessur sigur þeirra alveg eins lent okkar megin. Strákarnir eiga mikið hrós skilið og er frammistaðan hjá þeim til mikillar fyrirmyndar enda voru þeir að mæta ógnarsterku liði Keflavíkur, sem segir okkur það að við eigum fullt erindi á meðal þeirra bestu því munurinn er nánast enginn á milli liðanna. Það er svo gaman að horfa á strákanna og sjá hve mikið við eigum hér heima í litla Skagafirði, er ekki annað hægt en að gleðjast og hlakka til næstu ára með alla þessa flottu stráka og stelpur líka  innanborðs hjá okkur. Framtíðin er björt í körfuboltanum í Skagafirði. Áfram Tindastóll.