Tindastóll á sex fulltrúa í æfingahópum yngri landsliða

Æfingarhópar yngri landsliða í körfubolta voru kynntir í dag en þeir verða kallaðir saman í kringum jólin. Tindastóll á að þessu sinni sex fulltrúa. Þeir eru:

U15 ára stúlkur: Alexandra Ósk Guðjónsdóttir, Hera Sigrún Ásbjarnardóttir og Telma Ösp Einarsdóttir. 
U16 ára stúlkur: Hafdís Lind Sigurjónsdóttir. 
U18 ára stúlkur: Bríet Lilja Sigurðardóttir og Þórdís Linda Róbertsdóttir. 
Að auki eru tveir fyrrverandi leikmenn Tindastóls í U18 hópnum, þær Árdís Eva Skaftadóttir og Guðlaug Rún Sigurjónsdóttir.