Tindastóll-Haukar leikur 3. Síkið kl 19:15

Á morgun tökum við á móti Haukum í annað sinn í þessari seríu í 4 liða úrslitum í Domino's deildinni. Tindastóll leiðir einvígið 2-0 og með sigri senda þeir Hauka í sumarfrí, 3 sigra þarf til að komast í final 2. Núna viljum við sjá Síkið fyllast af stuðningsmönnum og sýnum landsmönnum hvernig alvöru stuðningsmenn styðja sitt lið, og það í beinni útsendingu á stöð2 sport.

Áfram Tindastóll.