Tap á Akureyri

Deildarmeistararnir lögðu leið sína á Akureyri síðastliðinn föstudag til að keppa við nágranna sína í Þór Akureyri. Margir stuðningsmenn fylgdu liðinu, líklega um 50 talsins sem er frábært.
Leikurinn var jafn nánast allan tímann en Þórsararnir leiddu í hálfleik, 44-36. Strákarnir okkar náðu að klóra í bakkann í þriðja leikhluta  og staðan fyrir lokafjórðunginn 70-67 en Þórsararnir voru sterkari í þeim fjórða og náðu að landa sigri, 93-88. 
Hjá okkar mönnum var Flake atkvæðamestur með 28 stig, Ingvi var baráttuglaður í leiknum og setti 14 stig, Helgi Rafn með 12 stig og 8 stoðsendingar, Helgi Freyr með 12 stig og aðrir minna. 
Nú er einn leikur eftir hjá strákunum í deildinni, heimaleikur á föstudaginn kemur á móti Hetti. Við hvetjum að sjálfsögðu alla til að mæta og styðja við bakið á strákunum.