Króksamótið 2015

Fimmta Króksamótið í minnibolta verður haldið laugardaginn 10. janúar 2015. Króksamótið er körfuboltamót fyrir krakka í 1.-6. bekk þar sem áhersla er lögð á skemmtun og fjör. Fyrstu leikir hefjast kl 10:00 og áætlað er að mótinu ljúki kl 16:00. 


Mikilvægt er að mæta hálftíma fyrir fyrsta leik til að greiða 2000 kr. þátttökugjald og fá Króksabol. Allir þátttakendur fá máltíð að lokinni keppni.