Drengja og Unglingaflokkar með leiki um helgina.

Drengjaflokkur lék í gær við Hauka heima í síkinu. Var það hörku leikur þar sem Haukar voru skrefinu á undan framan af leik. En með mikilli hörku tókst strákunum í lokafjórðungnum að vinna sig inní leikinn aftur og endaði það svo að leikurinn fór í framlengingu, 73-73 og leikurinn framlengdur. Í framlenguninni voru Haukar sterkari og lönduðu sigri 80-87. Stigaskor leiksins, Viðar 21, Agnar 14, Finnbogi 13, Pétur 12, Hannes 7, Siggi 7, Friðrik 4, Þröstur 1. 

Svo í dag tók Unglingaflokkur á móti Njarðvík og þar var um jafnan leik að ræða. Þess má til gamans geta að þetta eru nánast sömu leikmenn sem leika fyrir þessa flokka, nema að Ingvi Rafn kemur inní Unglingaflokkshópinn. Það var jafnræði með liðunum í leiknum leiddu stólarnir eftir fyrsta leikhlutann 20-16. Áfram hélst jafnræði með liðunum í fyrri hálfleik og leiddu stólarnir með einu stigi í hálfleik 39-38. Eftir þriðja leikhlutann stóðu leikar á jöfnu og allt í algjöru uppnámi 51-51. Fór það svo að leikurinn endaði eins og leikurinn í gær 73-73 og því þurfti að framlengja. En í þessum leik voru heimamenn með sigurin sín megin og endaði leikurinn 84-81 og flottur sigur í hús eftir jafnan og skemmtilegan leik. Stigaskor leiksins, Ingvi 24, Pétur 20, Agnar 10, Viðar 9, Siggi 6, Finnbogi 5, Friðrik 3 Árni 2.      Áfram Tindastóll.