Norðurlandsmót í Júdó á Blönduósi

Mynd af keppendum á Norðurlandsmótinu
Mynd af keppendum á Norðurlandsmótinu

Norðurlandsmót í Júdó var haldið á Blönduósi þann 8. febrúar. Alls mættu 35 keppendur frá þremur júdófélögum á Norðurlandi: Tindastóli, Pardusi á Blönduósi og KA á Akureyri.

Norðurlandsmót hafa verið haldin á Blönduósi frá árinu 2015 og er þetta fimmti veturinn í röð sem það er haldið. Þetta er samstarfsverkefni júdófélaganna þriggja á Norðurlandi þó að mest mæði á Blönduósingum sem bjóða upp á fyrsta flokks aðstöðu og halda utan um skipulagið. Áður átti að halda mótið í byrjun nóvember 2019 en því varð að fresta.

Mótið hófst á sameiginlegri upphitun keppenda og svo reið yngri hópurinn á vaðið þegar keppnin sjálf hófst rétt upp úr klukkan 11. Það er alltaf skemmtilegt að fylgjast með yngstu iðkendunum sem margir eru að keppa á sínu fyrsta móti og standa sig ávallt eins og hetjur. Ákveðið var að þessu sinni að klára allar viðureignir yngri og eldri fyrir verðlaunaafhendingu. Í eldri hópnum var aðeins hraðari taktur í viðureignunum og gaman að fylgjast með þeim.

Eftir keppni var öllum keppendum boðið upp á lagsange á veitingastaðnum Teni sem rann mjög vel ofan í mannskapinn eftir orkufrek átök.

Þátttakendur frá Júdódeild Tindastóls voru alls nítján og sex þeirra urðu Norðurlandsmeistarar í sínum aldurs- og þyngdarflokki og verður það að teljast frábær árangur.

Það er gaman að sjá hvernig iðkendur eflast með hverju árinu sem líður og nokkrir þeirra hafa æft frá því Júdódeild Tindastóls var endurvakin fyrir rúmum fimm árum síðan.

Eins og venjulega stóðu Blönduósingar sig frábærlega sem gestgjafar og eiga mikið hrós skilið fyrir sitt starf.

Úrslit mótsins má sjá hér að neðan:

DrengirU9-23

1. Sigurlogi JÓNASSON, Tindastóll

2. Gabríel INGVARSSON, Pardus

3. Auðunn SINDRASON, Tindastóll

BlandaðU9-25

1. Elísabet ODDGEIRSDÓTTIR, Tindastóll

2. Sævald FJÓLMUNDSSON, Tindastóll

BlandaðU9-40

1. Kristjana FRIÐRIKSDÓTTIR, Tindastóll

2. Trausti FJÓLMUNDSSON, Tindastóll

3. Sólveig  ÞEYSDÓTTIR, Pardus

BlandaðU11-44

1. Greta JAKOBSDÓTTIR, Tindastóll

2. Sæmundur JAKOBSSON, Tindastóll

3. Viktoría VIÐARSDÓTTIR, Tindastóll

StúlkurU13-32

1. Jóhanna GRÉTARSDÓTTIR NOACK, Tindastóll

2. Alexandra VIÐARSDÓTTIR, Tindastóll

3. Emma FJÓLMUNDSDÓTTIR, Tindastóll

DrengirU13-38

1. Adam INGVARSSON, Pardus

2. Atli ANDRÉSSON, Tindastóll

StúlkurU13-44

1. Ylfa BRODDADÓTTIR, Tindastóll

2. Fjóla SÓLBERGSDÓTTIR, Tindastóll

3. Margrét VIÐARSDÓTTIR, Tindastóll

DrengirU13-50

1. Samir JÓNSSON, KA

2. Baltasar GUÐMUNDSSON, Pardus

3. Guðjón SIGHVATSSON, Pardus

BlandaðU15-55

1. Unnur ÓLAFSDÓTTIR, Pardus

2. Þorri SÍMONARSON, KA

3. Óliver INGVARSSON, Pardus

4. Þóranna FJÓLMUNDSDÓTTIR, Tindastóll

KarlarU18-66

1. Birkir BERGSVEINSSON, KA

2. Konráð JÓNSSON, Tindastóll

3. Benedikt MAGNÚSSON, Pardus

KarlarU18-81

1. Árni ARNARSSON, KA

2. Breki ADAMSSON, KA

3. Arnór FJÓLMUNDSSON, Tindastóll

KarlarOpinn

1. Adam Brand ÞÓRARINSSON, KA

2. Adrien FONTENAUD, KA

3. Þeyr GUÐMUNDSSON, Pardus