Útimótin í frjálsíþróttum að byrja.

Stefanía Hermannsdóttir.
Stefanía Hermannsdóttir.

 

Nú eru frjálsíþróttamótin að byrja fyrir alvöru utanhúss.

Helgina 19.-20. maí hélt KFA mót á Þórsvelli á Akureyri, þar sem keppt var í tugþraut karla og pilta 16-17 ára. Veður var afleitt báða dagana, rigning, rok og kuldi.

Af níu keppendum í tugþrautinni luku aðeins tveir keppni. Meðal þeirra sem ekki luku keppni var Ísak Óli Traustason UMSS, en hann náði þó sínum besta árangri í kúluvarpi uh., kastaði 11,92m og bætti sinn fyrri árangur utanhúss um 60 cm. Hann á best 12,19m innanhúss.

Auk tugþrautarkeppninnar var keppt í nokkrum aukagreinum og voru líka nokkrir Skagfirðingar þar á ferð.

Stefanía Hermannsdóttir sigraði í spjótkasti 15 ára stúlkna (400g) og setti nýtt skagfirskt héraðsmet í þeim flokki, hún kastaði 35,35m.

Sveinbjörn Óli Svavarsson sigraði í 100m hlaupi karla, hljóp á 11,35sek (pm., í léttum mótvindi þó).

Andrea Maya Chirikadzi sigraði í kúluvarpi 15 ára stúlkna (3kg), kastaði 9,08m.

Góð byrjun á sumrinu og gangi ykkur sem best á komandi mótum !