Unglingaráð körfuknattleiksdeildar Tindastóls

Unglingaráð körfuknattleiksdeildar Tindastóls hefur sett á stað fjáraflanir vegna fyrirhugaðra æfingarferðar iðkenda í körfubolta hjá UMF Tindastól í æfingarbúðir erlendis. Fyrstu iðkendurnir munu fara sumarið 2019 og planið er að krakkar úr árgöngum 2003 og 2004 verði fyrsti hópurinn. Farið yrði á tveggja ára fresti og leggjum við fyrir eftirfarandi plan.

2019: árgangar 2003 og 2004

2021: árgangar 2005 og 2006

2023: árgangar 2007 og 2008

og svo koll af kolli.

Fyrsta fjáröflunin er að fara á stað en það eru vínrauðar hettupeysur með Tindastóls lógói.

Við eigum von á þessum peysum í dag eða á morgun. Þær verða til sölu á næsta heimaleik Tindastóls og ÍR sem fram fer 8. apríl n.k. en einnig verður hægt að panta sér peysu á netfanginu

 karfa-unglingarad@tindastoll.is

Barnastærðir eru XS-XL

Verð 4.800 kr. / 5.000 kr. með nafni að aftan.

Fullorðins stærðir  XS-XXL

Verð 5.800 kr. / 6.000 kr. með nafni að aftan.

Fyrstir koma fyrstir fá. En takmarkaður fjöldi verður til sölu í þetta skipti.

 

Kveðja, stjórn Unglingaráðs körfuknattleiksdeildar Tindastóls