Páskamót JR og Góu 2023

Júdófélag Reykjavíkur hélt sitt árlega Páskamót fyrir  iðkendur fjórtán ára og yngri þann 15. apríl síðastliðinn.

Að þessu sinni átti Júdódeild Tindastóls einn fulltrúa á mótinu, Jóhönnu Maríu Grétarsdóttur Noack.

Í júdó er keppt í þyngdar og aldursflokkum og þó að strákar og stelpur keppi oft saman í yngri aldursflokkum er yfirleitt reynt að aðskilja kynin á mótum þegar hægt er. Það getur hins vegar oft verið snúið, og að þessu sinni keppti Jóhanna María í drengjaflokki U13 -42 kg. Hún tapaði fyrstu glímunni á móti sterkum mótherja þrátt fyrir því að hafa verið nálægt því að fá fullnaðar skor fyrir vel útfært fórnarkast. Seinni viðureignina vann hún eftir flott kast sem gaf fullnaðar skor og lenti Jóhanna María þar með í öðru sæti. Allir keppendur mótsins fengu páskaegg í verðlaun og gengu því mjög ánægðir og sáttir frá skemmtilegu móti reynslunni og einum málshætti ríkari.