MÍ öldunga í frjálsíþróttum

Karl Lúðvíksson í langstökki á LM50+
Karl Lúðvíksson í langstökki á LM50+

 

MÍ öldunga í frjálsíþróttum fór fram á Laugardalsvelli 22. júlí. Mótið er fyrir konur 30 ára og eldri, og karla 35 ára og eldri. Keppendur voru 30 frá 10 félögum og samböndum. Tveir kepptu fyrir hönd UMSS og unnu þeir 4 gullverðlaun og 4 silfurverðlaun.

Karl Lúðvíksson (65-69 ára) sigraði í 100m hlaupi: 15,97sek, hástökki: 1,30m og langstökki: 3,82m, en varð í 2. sæti í kúluvarpi (5 kg): 8,12m, kringlukasti (1 kg): 23,67m og spjótkasti (600 g): 27,33m.

Sigfús Agnar Jónsson (50-54 ára) sigraði í hástökki: 1,40m, og varð í 2. sæti í langstökki: 4,09m.

Í heildarstigakeppni mótsins urðu úrslit þessi: 1. HSK/Selfoss 180 stig (5 keppendur), 2. Breiðablik 96 stig (5), 3. ÍR 94 stig (7), 4. Fjölnir 83 stig (4), 5. UMSS 44 stig (2), en önnur lið hlutu færri stig.

Öll úrslit á MÍ-öldunga eru HÉR.

Til hamingju Karl og Sigfús !