MÍ 15-22 ára í frjálsíþróttum

 

Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum, fyrir 15-22 ára, fer fram á Laugardalsvellinum í Reykjavík helgina 26.- 27. ágúst.  Fjórir Skagfirðingar eru meðal 230 keppenda, frá 17 félögum og samböndum, sem keppa á mótinu.

Fréttir af fyrri degi:

Leiðindaveður var í dag, laugardag, mikil rigning og rok, með mótvindi í spretthlaupunum. Setti veðrið svip sinn á mótið og spillti mjög árangri keppenda.  Skagfirðingarnir stóðu sig mjög vel og unnu þau öll til verðlauna í dag.

Hrafnhildur Gunnarsdóttir (18-19) varð í 2. sæti bæði í kúluvarpi og kringlukasti.

Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir (20-22) í 2. sæti í hástökki.

Rúnar Ingi Stefánsson (18-19) í 3. sæti í kúluvarpi.

Sveinbjörn Óli Svavarsson (20-22) í 3. sæti í 100m hlaupi.

Skagfirðingarnir hafa nú lokið keppni, en þau eru ekki skráð í keppnisgreinar, sem fram fara á seinni degi mótsins.

Allt um mótið má sjá HÉR !.