Kvennalið Tindastóls með góðan sigur á Þór/KA

Það tók Murielle 5. mínútur að finna markið þetta árið. Hún er að hefja sitt fimmta tímabil með Tind…
Það tók Murielle 5. mínútur að finna markið þetta árið. Hún er að hefja sitt fimmta tímabil með Tindastól og hefur hingað til skorað 87 mörk í 76 KSÍ-leikjum. Mynd: ÓAB

Meistaraflokkur Tindastólskvenna sigraði Þór/KA 0-3 síðastliðinn sunnudag í A-deild Kjarnafæðismótsins.

Þór/KA 0-3 Tindastóll
0-1 Murielle Tiernan
(Stoðsending: Sólveig Birta Eiðsdóttir)
0-2 Elísa Bríet Björnsdóttir
0-3 Aldís María Jóhannsdóttir
(Stoðsending: Murielle Tiernan)

Leikurinn byrjaði af miklum krafti okkar stelpna gegn ungu liði Þór/KA. Murielle skoraði frábært skallamark eftir góða fyrirgjöf frá Sólveigu Birtu strax á 5 mínútu leiksins. Elísa Bríet Björnsdóttir (fædd 2008) skoraði þá sitt fyrsta mark fyrir Tindastól, í sínum fyrsta meistaraflokksleik, með stórglæsilegu skoti upp í samskeytin eftir að hafa tekið frákast eftir hornspyrnu. 2-0 var staðan í hálfleik.

Strax í byrjun seinni hálfleiks skoraði Aldís María Jóhannsdóttir gott mark eftir frábæran liðs undirbúning. Virkilega gott spil sem endaði með því að Aldís slapp ein í gegn, kláraði færið vel og gerði úti um leikinn.

"Heilt yfir góð frammistaða gegn mjög sprækum og barráttuglöðum ungum leikmönnum Þór/KA. Liðið hélt hreinu og skoraði 3 mörk. Margir fínir spilkaflar og allir leikmenn að leggja sig fram fyrir hvor aðra. Allir leikmenn komu við sögu í leiknum. Þrír leikmenn fæddar 2008 spiluðu sinn fyrsta meistaraflokksleik og stóðu sig vel og verður gaman að fylgjast með þeim Í framhaldinu," sagði Donni Sig þjálfari stelpnanna eftir leikinn.

Byrjunarlið Tindastóls:

Amber Kristin Michel (M)  ⇄ (Margrét Rún Stefánsdóttir (M) 46’)
Sólveig Birta Eiðsdóttir ⇄ (Sara Líf Elvarsdóttir)
Bryndís Rut Haraldsdóttir (F)
Lara Margrét Jónsdóttir
Anna Margrét Hörpudóttir
María Dögg Jóhannesdóttir
Elísa Bríet Björnsdóttir
Magnea Petra Rúnarsdóttir
Aldís María Jóhannsdóttir (Ásdís Aþena Magnúsdóttir 63’)
Murielle Tiernan ⇄ (Birgitta Rún Finnbogadóttir 63’)
Hugrún Pálsdóttir ⇄ (Katla Guðný Magnúsdóttir 35’)

Tindastólsstelpur leika næst í Lengjubikarnum og mæta liðið Breiðabliks um næstu helgi þann 12. febrúar.