Jamie McDonough ráðinn yfirþjálfari yngri flokka og inn í teymi meistaraflokks karla

Jamie hefur síðastliðin ár starfað fyrir enska knattspyrnusambandið þar sem hann hefur kennt á þjálfaranámskeiðum. Sjálfur er Jamie menntaður kennari ásamt því að vera með UEFA A knattspyrnuþjálfaragráðu. Loks er er hann með diplómu í þjálfun barna og íþróttasálfræði.

 Hann hefur sl. ár starfað mikið fyrir enska knattspyrnusambandið, m.a. kennt á þjálfaranámskeiðum þar ásamt því að hafa kennt og þjálfað við barna- og unglinga akademíur á Englandi.

Stjórn knattspyrnudeildar Tindastóls bindur miklar vonir við að þarna sé kominn maður sem getur stjórnað þeirri uppbyggingu sem hafin er á yngri flokkum Tindastóls með nýlega fjárhagslega sjálfstæðu unglingaráði. Einnig verður mikilvægt fyrir meistarflokk karla að fá að njóta þekkingar hans og krafta en Jamie verður í fullri vinnu hjá knattspyrnudeildinni.

Við bjóðum velkominn til starfa en hann er væntanlegur á Sauðárkrók á morgun, laugardaginn 13. júlí og mun hefja störf þegar í stað.