Íþróttamaður Skagafjarðar 2017

Mynd:  Fb-UMSS.
Mynd: Fb-UMSS.

 

Ísak Óli Traustason, frjálsíþróttamaður úr Ungmennafélaginu Tindastól, var kjörinn “Íþróttamaður Skagafjarðar 2017”.  Valið var tilkynnt við hátíðlega athöfn á Sauðárkróki 27. desember.  Kvennalið Golfklúbbs Sauðárkróks var valið lið ársins og Israel Martin körfuknattleiksþjálfari þjálfari ársins.  Ungu og efnilegu íþróttafólki úr hinum ýmsu íþróttagreinum voru einnig veittar viðurkenningar.

Ísak Óli varð Íslandsmeistari í grindahlaupum, 60m ih. og 110m uh., og bætti sinn fyrri árangur í fjölmörgum greinum.  Hann stóð sig frábærlega í fjölþrautum, en þar bar hæst silfurverðlaun hans í tugþraut á Norðurlandameistaramóti 22 ára og yngri, sem fram fór í Finnlandi.  Ísak Óli bætti sinn fyrri árangur í sjöþraut innanhúss um 550 stig, og í tugþraut utanhúss um 631 stig.

Til hamingju Ísak Óli, - og aðrir þeir sem viðurkenningar hlutu á hátíðinni !