Frjálsíþróttakeppni Reykjavíkurleikanna laugardaginn 3. feb.

 

Frjálsíþróttakeppni “Reykjavíkurleikanna 2018” fer fram í Laugardalshöllinni laugardaginn 3. febrúar og stendur keppnin yfir milli kl. 13 og 15.  Um er að ræða árlegt boðsmót, þar sem flest af besta frjálsíþróttafólki landsins keppir ásamt erlendum gestum, frá Bandaríkjunum, Belgíu, Bretlandi, Danmörku, Finnlandi, Hollandi, Kenýa og Svíþjóð.  Þrír Skagfirðingar eru meðal keppenda nú, Ísak Óli Traustason keppir í 60m hlaupi, Sveinbjörn Óli Svavarsson einnig í 60m hlaupi, og Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir keppir í hástökki, en hún sigraði einmitt í hástökkinu á mótinu í fyrra.

Bein útsending verður frá mótinu á RÚV.

Upplýsingar um tímaseðil og keppendalista má sjá HÉR !