22. Stórmót ÍR í frjálsíþróttum 20.-21. janúar

Þóranna Ósk í grindahlaupi í Laugardalshöllinni.
Þóranna Ósk í grindahlaupi í Laugardalshöllinni.

 

 

22. Stórmót ÍR í frjálsíþróttum innanhúss fór fram helgina 20.-21. janúar, í Laugardalshöllinni í Reykjavík.  Mótið er jafnan fjölmennasta frjálsíþróttamót hvers árs hér á landi. Um 700 keppendur voru nú skráðir til leiks frá 33 félögum og samböndum víðs vegar að af landinu, og í hópnum voru líka 42 keppendur frá Færeyjum.  Úr Skagafirði kom vösk sveit 18 keppenda á aldrinum 11-23 ára.  Skagfirðingarnir stóðu sig mjög vel, fjölmargir bættu sinn fyrri árangur og hópurinn vann til tíu verðlauna.  Þau sem verðlaun hlutu voru:

Gull:

Jóna Karítas Guðmundsdóttir:  Kúluvarp 11 ára (2kg):  6,71m (pm).

Andrea Maya Chirikadzi:  Kúluvarp 15 ára (3kg):  11,17m (skagfirskt héraðsmet 15 ára).

Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir:  Hástökk kvenna:  1,71m (mótsmet).

Silfur:

Rúnar Ingi Stefánsson:  Kúluvarp 18-19 ára (6kg):  11,56m.

Ísak Óli Traustason:  60m grind. karla:  8,44sek.

Ísak Óli Traustason:  Langstökk karla:  6,78m.

Brons:

Indriði Ægir Þórarinsson:  Kúluvarp 14 ára (4kg):  9,27m (pm).

Marín Lind Ágústsdóttir:  Langstökk 15 ára:  4,54m (pm).

Guðmundur Smári Guðmundsson:  400m hlaup 16-17 ára:  56,26sek. (pm).

Guðmundur Smári Guðmundsson:  800m hlaup 16-17 ára:  2:13,16mín (pm).

Til hamingju öll með frábæran árangur !

Hér má sjá: KEPPENDALISTA og ÚRSLIT.