Jólamót Tindastóls í Júdó

Hið árlega Jólamót verður haldið miðvikudaginn 19. desember í íþróttahúsinu á Sauðárkróki. Þetta er innanfélagsmót, einungis fyrir iðkendur Júdódeildar Tindastóls og iðkendur á Hofsósi, og fer skráning fram á staðnum. Þátttökugjald eru 1.000kr. og gildir systkinaafsláttur.

Mótið hefst klukkan 16:30 en keppendur eru beðnir um að mæta fyrir klukkan 16:00 til að skrá sig. Áætluð mótslok eru upp úr 18:30.

Allir keppendur fá gullpening og pítsur verða á boðstólnum eftir mót fyrir keppendur.

Gestir og aðstandendur eru velkomnir að fylgjast með. Hvað er betra en að gera smá hlé á jólaundirbúningnum og horfa á keppni í júdó!

Sjáumst!