Upplýsingar fyrir nýja iðkendur

Frjálsíþróttadeild Tindastóls getur bætt við nýjum iðkendum í alla æfingahópa.

Í byrjun hverrar annar (febrúar, júní og október) er boðið upp á frían kynningartíma (2.vikur) fyrir nýja iðkendur. Ef einhver hefur áhuga á að koma inn utan þess tíma er velkomið að kíkja á nokkrar æfingar og máta sig við starfið.

Formleg skráning og greiðsla félagsgjalda fer fram í gegnum Nóra-kerfið https://umss.felog.is/

Nauðsynlegt er að hafa í huga að öflugt sjálfboðaliðastarf er mjög mikilvægt fyrir félagið, sérstaklega í tengslum við mótahald hvers konar og ferðalög. Flott væri að hverjum iðkanda fylgi a.m.k. einn sjálfboðaliði sem er tilbúinn til að vinna á mótum félagsins og koma að öðrum störfum fyrir deildina.

Frjálsíþróttadeild Tindastóls er með Facebook-síður fyrir mismunandi aldurshópa og foreldra iðkenda. Endilega óskið eftir inngöngu í viðeigandi hóp.

Tindastóll frjálsar 1-4 bekkur 

Tindastóll frjálsar 5-8 bekkur 

Meistaraflokkur frjálsíþróttadeildar Tindastóls

 

Facebook síða Frjálsíþróttadeildar Tindastóls