Silfurleikar ÍR

 

Frjálsíþróttadeild ÍR heldur hina árlegu „Silfurleika ÍR“ fyrir flokka 17 ára og yngri í Laugardalshöllinni laugardaginn 17. nóvember. Mótið er haldið til að minnast afreks Vilhjálms Einarsson sem vann til silfurverðlauna í þrístökki á Ólympíuleikunum í Melbourne í Ástralíu árið 1956.

 

Silfurleikar ÍR er opið mót sem hefur átt miklum vinsældum að fagna undanfarin ár.  Keppendur nú verða um 650, þar af 14 Skagfirðingar.

 

Nánari upplýsingar um mótið má sjá HÉR !

 

Tímaseðill, keppendalistar og úrslit (jafnóðum og þau verða kunn) má sjá HÉR !