Vormót Tindastóls í Júdó er opið mót fyrir 14 ára og yngri (U15) og sérstaklega ætlað yngri iðkendum. Búist er við keppendum frá Akureyri, Blönduósi og Reykjavík.
Landsmótið er sannkölluð íþróttaveisla sem fram fer á Sauðárkróki 12. - 15. júlí 2018. Á mótinu er hægt að velja fleiri en 30 íþróttagreinar auk skemmtunar og fróðleiks. Allir 18 ára og eldri geta skráð sig til þáttöku en að auki verður margt í boði fyrir mótsgesti yngri en 18 ára. Landsmótið er frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Samhliða mótinu fer Landsmót UMFÍ 50+ fram. Fyrirkomulag mótsins er nýtt. Allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Hægt er að kynnast nýjum íþróttagreinum, fá kennslu í þeim og taka fyrstu skrefin í nýrri hreyfingu. Þú setur saman þitt eigið Landsmót.