Leikmenn Tindastóls á reynslu hjá Örgryte IS í Svíþjóð

Drengirnir á æfingasvæði Örgryte IS. Jón Gísli, Einar Ísfjörð og Sigurður Pétur.
Drengirnir á æfingasvæði Örgryte IS. Jón Gísli, Einar Ísfjörð og Sigurður Pétur.

Þessa dagana eru þrír leikmenn Tindastóls á reynslu hjá sænska liðinu Örgryte IS sem leikur í næstefstu deild þar í landi.


Leikmennirnir sem um ræðir eru Einar Ísfjörð Sigurpálsson, Jón Gísli Stefánsson og Sigurður Pétur Stefánsson, en þeir skrifuðu allir undir tveggja ára samning við Tindastól á dögunum. Þeir munu æfa með U19 ára liði Örgryte, mæta á 6 æfingar og spila 1 æfingaleik.  

Þetta er virkilega spennandi ferð fyrir þessa flottu leikmenn. Allir hafa þeir lagt gríðarlega hart að sér og lagt mikin metnað í æfingar og uppskera eftir því,” Segir Donni, þjálfari meistaraflokka Tindastóls og yfirmaður knattspyrnumála.   

Þetta er i gegnum spennandi samstarf sem Tindastóll er að byggja upp með Örgryte sem er gamalgróið atvinnumannafélag i Svíþjóð. Samstarf sem verður síðan þróað í sameiningu á næstu árum. 

Við viljum hjálpa öllum okkar leikmönnum að eiga möguleika á að taka næsta skref á ferlinum. Það verður gaman að heyra hvernig drengirnir upplifa það að æfa við bestu aðstæður og hvernig þeir taka þá reynslu með sér á næstu mánuðum og árum,” segir Donni.