Bjarki Már gerist kartöflubóndi

Varnarjaxlinn og grunnskólakennarinn Bjarki Már Árnason sem hefur leikið með liði Tindastóls undanfarin ár og liði Drangeyjar í fyrra hefur skipt yfir í Magna frá Grenivík sem leikur í 3.deild.

Bjarki hefur leikið vel og lengi með liði Tindastóls og á miklar þakkir fyrir sitt framlag til fótboltans hérna á Króknum.  Hann hefur nú ákveðið að leika í 3.deild og varð Magni fyrir valinu.

Eins og allir vita var leikvöllur Magna oft kallaður kartöflugarðurinn sökum þess hversu ósléttur og erfiður yfirferða hann var.  En Magnamenn hafa nú lagað þetta allt og eftir því sem við best vitum er völlurinn góður í dag.

Bjarki bölvaði þessum velli ekki síst en vonandi verður hann sáttur við sitt nýja umhverfi.

Við óskum Bjarka alls hins besta en vonum auðvitað að hann snúi heim og taki þátt í okkar starfi í framtíðinni.