Stúlknamót

Okkur er sönn ánægja að tilkynna að Stúlknamót Tindastóls hefur fengið nýjan bakhjarl. Steinull hf mun vera aðal styrktaraðili mótsins sem mun næstu tvö árin bera nafnið Steinullarmótið.

Skráning fer fram á stulknamot2020@gmail.com

Við óskum eftir því þau lið sem eiga eftir að greiða staðfestingargjald geri það sem fyrst. Staðfestingargjaldið er kr. 5.000 á lið og skal leggja inn á reikning 0161-15-200061 kt. 440719-1980.

Þátttökugjald er kr. 10.500 á keppanda og kr. 2.000 aukalega ef gist er í skóla. Frítt er fyrir þjálfara en hálft liðstjóragjald fylgir hverju skráðu liði, þ.e. greitt er kr. 5.250 fyrir einn liðsstjóra með hverju skráðu liði. Eindagi greiðslu er 5. júní 2020.

Þegar greiðsla hefur farið fram skal senda staðfestingu með upplýsingum um fjölda þátttakenda á stulknamot2020@gmail.com. Upplýsingar um fæðuóþol og ofnæmi og í hvar í styrkleikaröðun liðin skulu raðast skal einnig senda á sama netfang. Styrkleikaröðunin mótsins er A-B-C-D-E-F.