- Félagið
- Fótbolti
- Körfubolti
- Sund
- Frjálsar
- Skíði
- Júdó
- Bogfimi
- Badminton
Okkur er sönn ánægja að tilkynna að Stúlknamót Tindastóls hefur fengið nýjan bakhjarl. ÓB mun vera aðal styrktaraðili mótsins sem mun næstu tvö árin bera nafnið ÓB-mótið.
ÓB-mót 6. flokks stúlkna fer fram 25.-25. júní 2022.
Spilaður er 5 manna bolti. Mótsgjald er kr. 11.500 á lið og greiðist í síðasta lagi 15. maí 2022 – eftir það hækkar gjaldið í kr. 13.500. Gjaldið er einnig greiðsla fyrir einn fullorðinn einstakling sem fylgir liðinu.
Þátttökugjald er kr. 11.500 á keppanda og greiðist í síðasta lagi 15. maí 2022 – eftir það hækkar gjaldið í kr. 13.500. Greiða skal kr. 2.500 aukalega á mann ef gist er í skóla
Liðagjöld og einstaklingsgjöld verða aðeins endurgreidd ef mótið fellur niður.
Greiða skal inn á reikning 0161-15-200061 kt. 440719-1980.
Vinsamlegast sendið kvittun á mot.tindastoll@gmail.com merkt „ÓB-mót“ með skýringu um fjölda keppenda.
Skráning fer fram hér.