Steinullarmót

Okkur er sönn ánægja að tilkynna að Stúlknamót Tindastóls hefur fengið nýjan bakhjarl. Steinull hf mun vera aðal styrktaraðili mótsins sem mun næstu tvö árin bera nafnið Steinullarmótið.

Steinullarmót 6. flokks stúlkna fer fram 26.-27. júní 2021. Gera má ráð fyrir því að takmarka þurfi aðgengi fullorðinna í gistingu, mat og skemmtikvöld með tilliti til Covid-19.

Spilaður er 5 manna bolti. Mótsgjald er kr. 10.500 á lið og greiðist í síðasta lagi 31. mars 2021 – eftir það hækkar gjaldið í kr. 12.500. Gjaldið er einnig greiðsla fyrir einn fullorðinn einstakling sem fylgir liðinu.
Þátttökugjald er kr. 10.500 á keppanda og greiðist í síðasta lagi 14. maí 2021 – eftir það hækkar gjaldið í kr. 12.500. Greiða skal kr. 2.000 aukalega á mann ef gist er í skóla.

Liðagjöld og einstaklingsgjöld verða aðeins endurgreidd ef mótið fellur niður.

Greiða skal inn á reikning 0161-15-200061 kt. 440719-1980.

Vinsamlegast sendið kvittun á mot.tindastoll@gmail.com merkt „Steinullarmót“ með skýringu um fjölda keppenda.

 

Skráning fer fram hér