Afþreying fyrir gesti

Kubb og önnur útileikföng

Endilega grípið með útileikföng eins og Kubb

Systkinamót fyrir 3-5 ára (þau sem ekki hafa hafið skólagöngu)

Þau börn sem ekki taka þátt í mótinu verður boðið að taka þátt í litlu móti á laugardeginum á milli 15-16.

Skipt verður í lið með þeim sem skrá sig og spilað.

Verð: 2000.- og allir fá verðlaunapening.

Skráning í sjoppunni frá 10-12 á laugardagsmorgni og að hámarki 80 þátttakendur.

Hoppkastalarar

Hoppkastalarar verða á mótssvæðinu fyrir unga gesti mótsins og þeirra fylgifiska.

Golfvöllur Golfklúbbs Sauðárkróks

Á nöfunum er einn besti 9 holu golfvöllur landsins.

5 sundlaugar í Skagafirði

Í Skagafirði eru margar sundlaugar m.a. á Sauðárkróki, Varmahlíð, Hólum, Sólgörðum, Bakkaflöt og ein glæsilegasta laug landsins á Hofsósi. Ferð í Sundlaugarnar á Sauðárkróki, Hofsósi og Varmahlíð er innifalið í mótsgjaldi fyrir þátttakendur og liðsstjóra/þjálfara.