Mótsgjald

Þátttökugjald er kr. 8.500,- á hvern keppanda, frítt verður fyrir einn þjálfara EÐA liðsstjóra með hverju liði. (+5000 kr. staðfestingargjald á hvert lið).

Greiða skal staðfestingargjaldið síðasta lagi  10.júní.

Þátttöku-og gistigjald skal greiða í síðasta lagi 22. júní

Gisting (í skóla eða öðrum gististað mótsins) kostar 2.000.- á keppanda. Þjálfarar greiða ekki fyrir gistingu í skóla og reynum við eftir fremsta megni að hafa stofu sérstaklega fyrir þjálfara á mótinu.

Gjald fyrir auka liðsstjóra er kr. 3.000.-

ATH. Þau lið sem geta ekki komið og sótt gögn í Árskóla á föstudegi (milli 20-23) eru beðin um að láta Óskar Smára vita (847-8082)

Staðfestingagjald er kr. 5.000 á hvert lið sem félögin senda og ber að greiða inná reikning 0161-15-010090 og kt. 690390-1249 um leið og þátttökutilkynningin er send. Staðfestingagjaldið dregst EKKI af þátttökugjaldinu og fæst ekki endurgreitt ef félagið dregur lið úr keppninni eftir að skráningarfresti lýkur. Mikilvægt er að senda kvittun í tölvupósti á netfangið fotbolti@tindastoll.is þar sem fram kemur félag, flokkur, og nafn+símanúmer tengiliðs.

Innifalið í þátttökugjaldi er:

Leikir á laugardegi og sunnudegi
Morgunverður, grillveisla og kvöldverður á laugardegi
Kvöldskemmtun á laugardagskvöldi
Morgun- og hádegisverður á sunnudegi
Frítt í sund fyrir keppendur, og þjálfara/liðsstjóra á meðan á móti stendur
Hver keppandi fær flotta liðsmynd af sér ásamt liðsfélögum sínum og þjálfara
Þrjú efstu liðin í hverjum flokki fá glæsilega verðlaunagripi
Allir keppendur fá þátttökupeninga.

—————–

Af gefnu tilefni er rétt að taka það fram að ef færri en 20 eru skráðir í gistingu þá áskilum við okkur rétt til þess að blanda saman hópum til þess að nýta gistipláss sem best. Vinsamlegast sýnið okkur skilning í þeim málum. Við reynum að gera öllum til hæfis.