M.fl.karla

Bjarki Már Árnason hefur verið ráðinn þjálfari Tindastóls, skrifað var undir samning í gær.

Jón Stefán Jónsson og Tindastóll komust að samkomulagi um að hann myndi hætta sem þjálfari á dögunum eftir óvissu um hvort liðið myndi taka þátt í 1. deildinni í sumar eða ekki. 

Bjarki Már hefur í kjölfarið stýrt Tindastóli í leikjum í Fótbolta.net mótinu og nú hefur verið gengið frá samningi við hann. 

,,Bjarki er öllum hnútum kunnugur hjá Tindastóli og þekkir leikmenn liðsins vel. Hans næstu verkefni eru að vinna í leikmannamálum, taka þátt í Lengjubikarnum og undirbúa liðið fyrir átök 1.deildar," segir í tilkynningunni. 

Hinn 35 ára gamli Bjarki var lykilmaður hjá Tindastóli frá 2005 til 2011 áður en hann lék með varaliði félagsins Drangey sumarið 2012. Í fyrrasumar spilaði hann síðan með Magna Grenivík. 

Bjarki er hjartanlega boðinn velkominn aftur heim.