FC Zwolle semur við Rúnar Má

Hollenska efstudeildar félagið PEC Zwolle hefur gengið frá samningum við Rúnar Má Sigurjónsson,  Skagfirðing og fyrrverandi leikmann Tindastóls. Rúnar Már var sem kunnugt er einn besti leikmaður Pepsi-deildarinnar í fyrra og spilaði sinn fyrsta A-landsleik á dögunum. 

Flest allir og þar á meðal Rúnar sjálfur bjuggust við að hann færi til GIF Sundsvall í Svíþjóð en Hollenska liðið kom inn í myndina á síðustu stundu og náðu þeir að klófesta drenginn. Knattspyrnudeildin óskar Rúnari til hamingju með árangurinn og er ekki í nokkrum vafa að litla gervigrasið okkar hérna á Króknum hafi hjálpað Rúnari á leið sinni. 

Liðið sem Rúnar var að semja við er staðsett í Hollensku borginni Zwolle og eru íbúarnir um 120.000 talsins. Frægasti íbúi Zwolle á eftir Rúnari er fyrrverandi forsætisráðherra Hollands,  Johan Rudolph Thorbecke. 

En fótboltaliðið FC Zwolle var stofnað árið 1910 þegar Hollensku liðin Prins Hendrik og Ende Desespereert Nimmer sameinuðust. PEC eins og liðið hét á sínum tíma gerðist atvinnumannalið árið 1955. liðið fékk nafnið PEC Zwolle árið 1971 og spilaði undir því nafni til ársins 1990 þegar liðið varð gjaldþrota og breytti nafninu í FC Zwolle. 

FC Zwolle spilar leiki sína á IJsseldelta Stadion sem tekur 10.000 manns. 

FC Zwolle hefur spilað þrettán sinnum í efstu deild í Hollandi og besti árangur þeirra er áttunda sætið árið 1979. Í dag er liðið í 14.sæti af 18.liðum. 

Liðið er nýliði í deildinni en það vann 1.deildina í Hollandi á síðustu leiktíð. 

Formaður Zwolle er Adrian Visser en framkvæmdastjórinn er Art Langeler. 

Frægir leikmenn sem hafa klæðst FC Zwolle treyjunni eru menn eins og Dirk Jan Derksen sem skoraði 28 mörk fyrir Zwolle leiktíðina 99/2000 og Arne Slot sem er núverandi fyrirliði FC Zwolle en hann er mjög öflugur framherji sem hefur skorað mikið fyrir Hollenska félagið í gegnum árin. 

Nokkrir frægir þjálfarar hafa einnig stýrt skútunni hjá liðinu, en þar ber einna helst að nefna Co Adriaanse sem margir fótboltaaðdáendur þekkja og forrveri núverandi þjálfara er enginn annar en Manchester United goðsögnin Jaap Stam. 

Þeir sem hafa hug á því að fljúga til Amsterdam þá er hægt að fá góð tilboð þangað með Icelandair á undir 60.þús. En flug þangað tekur um 3.tíma. 

Fyrir þá sem íhuga á heimsókn á leik með FC Zwolle í vor þá er borgin staðsett í aðeins 117,5 km fjarlægð frá Amsterdam. Hægt er að taka lest sem fer þetta á 1klst og 15 min. kostnaðurinn er 3000,- kr aðra leið. 

Þannig að nú er það bara áfram FC Zwolle (í Hollensku... )