2-0 tap gegn Íslandsmeisturum FH

Tindastoll mætti FH á laugardaginn sem leið. FH ingar voru töluvert mikið meira með boltann í leiknum en Tindastólsmenn spiluðu fantafínavörn allann leikinn og gerðu ógnarsterku liði FH mjög erfitt fyrir.
FH ingar skoruðu fyrra markið sitt eftir hornspyrnu á 28 mínútu leiksins en þar var að verki Guðmann Þórisson.
Það seinna skoraði síðan Einar Karl Ingvarsson þegar hann klippti boltann fyrir utan teig og boltinn flaug uppí "sammann" á 86 mínútu.
FH ingar áttu í miklum erfiðleikum með að opna vörn okkar manna og það var í raun ekki nema eftir föst leikatriði sem myndaðist einhver hætta.

Stólarnir sköpuðu sér ekki opinn færi í leiknum en áttu nokkrar góðar skyndisóknir og síðan myndaðist hætta eftir horn og aukaspyrnur okkar manna án þess þó að ná að skora.

Leikurinn endaði 2-0 fyrir íslandsmeistara FH að þessu sinni en stólarnir geta borið höfuðið hátt eftir leikinn.

Byrjunarliðið í leiknum var svona: Atli (lánsmaður frá Huginn) í marki - bakverðir voru arnar skúli og ingvi hrannar og hafsentar böddi og eddi. - á miðjunni voru konráð freyr og árni ödda og fyrir framan þá atli - á köntunum voru arnar sig og benjamín og fannar örn frammi.

varamenn þessa leiks voru - Bjarni smári, óskar smári, guðni, hilmar, stefán, loftur og árni einar.

Næsti leikur Tindastóls í lengjubikarnum er við Víking Ólafsvík í Akraneshöllinni á laugardaginn 9.mars kl 12.00.


Hérna er viðtal við ASA15 eftir leikinn