11 leikmenn skrifa undir hjá Tindastól

Tindastóll hefur gengið frá samningum við 11 leikmenn og tryggt það að þeir snúi aftur á Krókinn næsta sumar. Sannkölluð byggðastefna í gangi hjá félaginu. 10 af þessum mönnum eru uppaldir hjá Tindastól og einn hjá Hvöt. 

Flest allir leikmennirnir sem skrifuðu undir samning  um síðustu helgi skrifuðu undir til 2014.

Arnar Skúli Atlason úr Fellstúninu skrifaði undir til 2014

Bræðurnir Atli og Árni Öddasynir skrifuðu undir til 2014

Fannar Örn Kolbeinsson skrifaði undir til 2013 á meðan frændi hans Bjarni Smári Gíslason skrifaði undir til 2014.

Bræðurnir Loftur Páll og Kári Eiríkssynir skrifuðu undir til 2014.

Bróðir þjálfarans hann Konráð Freyr Sigurðsson skrifaði undir til 2014 en það gerði einnig Blönduós sjarmatröllið Benjamín Jóhannes Vilbergsson.

Brautarholtsdrengurinn Óskar Smári Haraldsson skrifaði undir til 2014 og það gerði líka kennarinn og reynsluboltinn Ingvi Hrannar Ómarsson.

Það eru gleðifréttir fyrir okkur að svona margir heimastrákar snúi aftur heim á Krókinn til að spila en flestir af þessum strákum búa yfir vetrartímann í Reykjavík.